Það sem breytist hjá geldum högna er að hann verður heimakærari, gæfari og kelnari. Högnar eru yfirleitt mjög fljótir að jafna sig eftir geldingu og ég tel að það sé betra fyrir högna að vera geldur heldur en ógeldur. Ógeldir högnar fara yfirleitt á flakk og lenda í grimmilegum slagsmálum og eru með þessa kynferðislegu þörf sem fær þá til að gera ýmislegt sem er hættulegt, eins og að fara langt frá heimili sínu eða týnast svo mánuðum eða árum skiptir. Það er yfirleitt keyrt á þessa högna eða þeir særðir lífshættulega í slagsmálum.
Stundum verða geldir högnar mjög latir en það er misjafnt. Högninn minn sem er geldur er mjög aktívur og nýtur lífsins. Hann er ekki einu sinni feitur. Svo er högni sem mamma á sem er geldur og hann er alger fitubolla en samt aktívur. Hann er svo fyndinn, hann stynur ef honum líður vel.
Annars skaltu ekki hafa áhyggjur að samband þitt við köttinn breytist ekki til verra. Ef eitthvað er verður það nánara.
Heiðrún