Ég á 5 ketti sem koma allir úr sitthvorri áttinni og er líka að passa einn kettling.
Aðferðin sem maður notar til að koma tveim köttum saman, er að gefa þeim góðan tíma. Þar sem að það er greinilegt að þinn köttur er ekkert sérlega vel við aðra ketti þá þarft þú að passa hvað þú gerir. Það er líklega best að hafa kettlinginn í lokuðu herbergi fyrst um sinn, og láta þau venjast lyktinni af hvor öðrum gegnum dyrnar og með því að láta eitthvað sem kettlingurinn hefur sofið á til hennar. Svo getur þú prófað eftir nokkra daga að opna herbergið í stuttan tíma í einu svo hún geti séð kettlinginn. Reyndu að gera allt til að koma í veg fyrir að þau fari að slást eða eitthvað þvíumlíkt. Besta leiðin til að hreinsa spennt andrúmsloft er að leika við kettina. Þú verður líka að passa að læðan þín verði ekki afskipt, þú verður að sýna henni mikla athygli, og bara að sýna kettlingnum áhuga þegar hún sér ekki til.
Þar sem þú ert að fá þér kettling þá gæti þetta gengið ef þú ferð bara hægt í hlutina og lætur læðuna fá mikinn tíma til að venjast kettlingnum. Talaðu líka við hana, og segðu henni að þetta sé bara lítill kettlingur sem vill vera vinur hennar. Það er ótrúlegt en kettir skilja mann oftast og þú sýnir henni líka athygli þegar þú talar við hana.
Þú segir að þú sért að fá nýfæddan kettling. Ég ætla rétt að vona ekki. Kettlingar verða að vera að minnsta kosti 2 mánaða gamlir til að geta bjargað sér án móður sinnar. Ef þú tekur að þér nýfæddan kettling þá er mjög líklegt að hann verði með hegðunarvandamál síðar meir. Fyrir utan hvað það er erfitt að halda lífi í þessum litlu greyjum.
Vonandi gengur þetta vel.
Heiðrún