Hæhæ,
Kisinn minn er 4 mánaða. Við erum nýflutt í blokk þar sem má hafa ketti en ekki er litið vel á þegar þeir eru vappandi um gangana og fleira.
Minn er nú alveg ótrúlegur og núna er hann alltaf stingandi af út til að reyna að komast til læðunar uppá 5 hæð (við erum á 4.) og það er búið að koma með hann 3x til mín því hann týnist alltaf og ratar ekki heim. Er hann komin með aldur til að vera að pota í læður þið skijið;)? Æi í mínum augum er hann bara lítill ungi sem á að vera hjá mömmu sinni (mér) og kúra en ekki vera úti að eltast við einhverjar læður!! Hvenar á ég að gelda hann? Mun þetta eitthvað batna þá? Hvað kostar að láta gelda. Er ykkar köttur geldur? Mun hann breytast mikið?
Vó margar spurningar ég veit, ég er bara svo fáfróð og ég vil gera kettlingum mínum vel og vil ekki gera vitleysu og svona.
Hvernig er þetta með ykkar kisur og blokk.. býr einginn í blokk hér sem er með sama vandamál og ég?
Takk fyrir og ég vona að fá sem flest svör:)<br><br><font color=“#FF00FF”><b>Ég er bleiki pardusinn</b></font