Er þetta ekki soldið sjúkt? Ég er með læðu, sem étur rusl!! Hún étur ló og bönd og svo ælir hún þessu. Um daginn ældi hún og þá kom í ljós sogrör, eins og úr kókómjólk. Hún er annars sjúk í rör..þetta er soldið fyndið, ég má ekki vera með rör því hún gjörsamlega umturnast og æsist öll upp og linnir ekki látum fyrr en hún fær að leika með rörið.
Eiga einhverjir fleiri ketti sem éta rusl? Ég get svarið það, þetta er betra en gömlu Nilfisk ryksugurnar!!! ;) Er að hugsa um að endurskíra hana og nefna hana Sorpu..hehehe.
Kveðja,
Anna