Takk kærlega fyrir:)
Gæti nefnilega verið að hann sé að fá of mikið.. eg er nýbúin að auka matarskammtinn hans, best að minnka hann aðeins. Hann nefnilega hefur aldrei verið svona “skrítinn” áður.. farinn að prumpa oft og kattarskíturinn lyktar alveg hræðilega!! Áður var ég bara með pappakassa sem klósett handa honum svo fékk ég mér svona ekta kattarklósett og skíturinn lyktaði mikið minna þegar ég var með pappakassan en núna þegar það er meira segja lok á klósettinu hans!!!
Ég kaupi svona techni cal kettlinga þurrfóður (er ekki alveg viss um hvernig á að skrifa þetta) og hann hefur bara fengið þannig að borða, þetta er keypt í gæludýrabúðinni.
En hafiði einhverja reynslu á kattarklósettum, sem eru með þaki og öllu, bara svona hurð sem þeir labba inn um, minn nefnilega er svolítið smeykur á að fara þarna inn, þarf oft að halda hurðinni opinni meðan hann er þarna inn að gera sitt.. venst þetta bara eða?<br><br><font color=“#FF00FF”><b>Ég er bleiki pardusinn</b></font