Þegar ég var búin að eiga yngri köttinn minn í hálfan mánuð komst ég að því að hann var búinn að vera að nota sófann minn sem klósett. þvílíkur hryllingur.
Þetta lagaðist sem betur fer (þótt hann pissi gjarnan í andyrrið núna!)
Allaveg, við náðum lyktinni á endanum.
Eru pullur og púðar í sófanum? Það er nauðsynlegt að þvo allt sem hægt er að þvo í þvottavél. Við þurftum að spretta upp öllum púðunum (þetta var svona amerískur sófi) og þetta var svo í bleyti í sólarhring. Síðan tóku við þvottar í vélinni og þurfti 3 þvotta og lagt í bleyti á milli.
Það þurfti sem betur fer ekki nýja fyllingu í púðana, nema 1. Annars hafði tróðið ekki blotnað.
Hvað varðar sófann sjálfan þá ryksugaði ég fyrst allt vandlega og stráði matarsóda yfir hann allan; sódinn drekkur í sig allan vökva og lykt. Lét sódann liggja í sólarhring og ryksugaði svo.
Því næst leigði ég teppahreinsara, þeir virka á sófa líka, og þvoði sófann með honum. Bleytti hann vel.
Sem betur fer sást ekkert á honum.
Sófinn er enn uppáhaldsstaður kattarins en ég hef alltaf teppi breytt alveg yfir hann.
Vona að þetta hjálpi!
Kv. Sigrún<br><br><a href="
http://www.rithringur.is">Rithringur.is</a