Hæhæ,
ég er núna nýbúin að fá mér kött, hef aldrei átt slíkan áður svo ég kann reyndar ekki alveg á þetta.
Kettlingurinn minn er 10 vikna og ég bý ein í lítilli íbúð, ég er að spá hvort það sé allt í lagi að skilja hann eftir frammi á nóttunni og hafa lokað inn til mín. Hann kemst þá alveg um stofuna og eldhús þar sem maturinn hans er og svo inná bað þar sem kattarsandurinn er.
Þegar ég samt lokaði inn til mín mjálmar hann svo rosalega mikið að ég bara hálf vorkenni honum. En samt finnst mér mjög óþægilegt ef ég hef opið og hann hoppar uppí rúm til mín því þá fer hann bara að leika sér.
Hvað segið þið um þetta?
Ein ráðalaus..
<br><br>—-\LadyJ//—-
[www.gmana.tk]