Mín reynsla eftir að hafa átt nokkur stykki af báðum kynjum er að læðan er betri sem útiköttur, hún fer ekki mjög langt frá heimili sínu á meðan fressið fer þangað sem honum sýnist. Þetta á við um geld dýr.
Fressið er yfirleitt kelnari og leitar meira að félagsskap en læðan. Læðurnar vilja vera nálægt manni, kannski í sama herbergi en ekki endilega hringaðar um hálsinn á manni en það eiga fressin til. Átti einn sem svaf alltaf á koddanum hjá mér og saug á mér eyrnasnepilinn, rosalega sakna ég hans mikið ;(
Læðurnar sofa til fóta hjá mér aftur á móti.
Mér finnst voða erfitt að gera upp á milli þegar maður er með útiketti en ef um innikött væri að ræða ætli ég myndi ekki frekar taka fress.
IceCat<br><br><b>eaue skrifaði:</b><br><hr><i>Ég hef ákveðið að gera alltaf það sem mér þykir réttast í kattauppeldi, og það er að hlýða kisa í einu og öllu</i><br><h