Fara ekki kettir og önnur dýr á sama stað og allir aðrir ástvinir okkar sem deyja?
Það er ekkert eitt rétt svar til við þeirri spurningu um tilvist eftir dauða. Ég býst við að við verðum sjálf að gera upp við okkur á hvað við trúum. T.d. getum við alveg trúað á jólasveininn á fullorðinsaldri ef okkur þykir vænt um þá tilhugsun að jólasveinninn sé til :) - Mér finnst t.d. jólasveinninn vera hluti af jólunum alveg eins og að setja upp jólaskraut.
Flest okkar trúum því að þegar ástvinir deyja hvort heldur menn eða dýr þá fari þeir á einhvern stað sem okkur líður vel að vita af þeim á.
Sumir trúa á sálina og tilvist hennar í æðri heimi. Aðrir trúa á endurholdgun (líf eftir dauðann) osfrv. osfrv.
Ég held þetta snúist því helst um hverju maður trúir sjálfur og hvernig maður tengir trúna við tilfinningarnar sem gera vart við sig.
Ég missti kött af völdum veikinda og það var mér mjög sárt en ég hef mína trú um tilvist þeirra sem deyja og sú trú hjálpaði mér við að syrgja köttinn minn. Sorgin breyttist í söknuð … Ég saknaði hans meira heldur en ég syrgði hann.
<br><br>EdalLogi
www.i-love-cats.com/meow/nfo