Kötturinn minn Dimma

Ég á kött sem heitir Dimmalimm, en er alltaf bara kölluð Dimma. Hún er mjög gæf og hefur aldrei klórað eða bitið. Hún kemur ekki með fugla og mýs heim en samt hefur hún drepið meiri en 10 hamstra og mýs. Eins og nafnið segir er Dimma svört en hún er með nokkur shvít hár á hálsinum, svo fá að maður gæti talið þau :) Hún er mjög athyglissjúk og vill alltaf láta klappa og klóra sér og stundum fer hún að sofa á manni þegar maður horfir á sjónvarpið. Við fengum Dimmu 1997 þegar við fluttum í íbúðina og hún er á 6 ára og á afmæli einhvern tíman í nóvember. Dimma er mjög skemmtilegur köttur og það er geðveikt gaman að hafa hana heima þegar maður er einn.