Fyrir 2 kvöldum, ráfaði hér köttur um og mjálmaði á allt og alla. Ég skipti mér ekkert að því, nágrannar okkar hlitu að eiga köttinn, hélt ég (þar sem nágrannar okkar hafa átt sirka 8 ketti á rúmlega 3 árum, en enginn veit hvar þeir kettir eru!)…
En hvað um það, um nóttina, heyrðist GEÐVEIKT draugalegt væl, ég hélt það væri barn að gráta. Ég fór framm úr, og spurði mömmu mína, sem var líka vakandi, um þetta. Hún sagði að það væri köttur úti að mjálma (þetta líktist ekkert hljóði frá ketti), hún hélt að kötturinn hafi týnt ungunum sínum, en ég hélt að hann væri að leita sér að maka ;)… En samt þrátt fyrir þetta “væl” þá sofnaði ég og um morguninn var hann enn þá vælandi!
Hvað var að þessum ketti?