Geðvondur köttur
Sko þannig er mál með vexti að frænka mín á soldið geðvondan kött…Hún(kötturinn) urrar á flesta ókunnuga og sérstaklega karlmenn. Hún er nýbúin að eignast kettlinga og núna er hún ennþá verri í skapinu. Hún er ekki lengur sátt við húsbóndann á heimilinu og um daginn réðst hún fyrirvaralaust á fótlegg hjá gestkomandi manneskju. Hversu miklar áhyggjur þarf að hafa af þessu? Það eru börn á heimilinu og hafa þeirra samskipti verið lagi en maður er byrjaður að hafa smá áhyggjur hvort hún ráðist kannski á börnin næst! Please ef einhver hefur einhver ráð eða hefur lent í sona látið mig vita!!!