Ég á tvær yndislegar persastelpur sem eru því miður mjög andfúlir. Þær eru allveg æðislegar en maður varla getur haldið á þeim allavega annari þeirra þá er ógeðsleg fýla uppúr þeim.
Okkur var gefið ráð að gefa þeim smá mannatannkrem.
En það held ég að sé ekki hægt því annars mundu þær bara kafna held ég þær taka því verulega illa.
Og þetta er líka slæmt því þegar önnur þeirra sem er soldið meira andfúl byrjar að þrífa sér verður bara ógeðsleg lykt af henni.
Ég var að spá í er eikkur tafla, kattatannkrem eða nagbein fyrir ketti til að laga þetta.
En ég var að spá í öðru þær eru nefnilega svartar á tungunni, fylgir það kannski bicolor persum því þær eru bicolor.
En endilega reynið að gefa mér og persunum mínum einhver ráð.
Því ég vil endilega halda áfram að knúsa þær mikið án þess að þær eru illa lyktandi:)
kv.Grámann!