Ég þekki einn kött sem heitir Óskar, Óskar er grár og hvítur á litinn og mesta dúlla í heimi, hann var geggjað sætur. Óskar er bara kettlingur en hann er alltaf að stækka.

Einn af vinum mínum á hann og fyrst þegar ég sá hann var hann bara pínulítill kettlingur og hann var að drepast úr hræðslu við mig og alltaf þegar ég kom nálægt honum hljóp hann alltaf undir sófa eða á einhverja örugga staði. Og einu sinni fékk ég að halda á honum og þá varð hann svo hræddur að hann hoppaði úr fanginu á mér og lennti á bakinu og spretti í burtu. Þetta var ekkert alvarlegt en seinna um daginn vorum við að leika okkur saman og hann var ekki hræddur við mig eftir það. Núna leifir hann mér alltaf að halda á sér þegar ég hitti hann.

Óskar fer aldrei út og það finnst mér vera mjög gott því það er ekkert gaman að eiga ketti sem eru alltaf úti því maður sér þá aldrei á daginn. Ég væri til dæmis aldrei til í að eiga kött sem væri alltaf úti og kæmi ekkert inn, svo það sem gerir Óskar að góðum ketti er það að hann er fer aldrei út og þá er hægt að leika sér við hann allan daginn.

Hann Óskar er mjög góður í að fela sig og það getur tekið alveg frá fimm mínútum upp í hálftíma að leita að honum. Hann á einn felu stað sem hann bjó til sem er undir rúmminu hjá eigendum hans, hann gerði gat einhverstaður á dínunni og stundum fer hann undir rúmm og fer þarna inn í holuna sína og fer að sofa. Einu sinni sá ég hann þarna þegar ég leit undir rúm þegar ég var að leita að honum og þá stóð löppinn á honum út og ég kallaði é´g vin minn og mér var geggjað brugðið og ég sagði hann er fastur, hann er fastur! En þá sagði vinur minn mér að þetta væri leynistaðurinn hans.

En núna er þessi vinur minn fluttur upp í Gravarvog og ég hef ekki séð hann Óskar síðan að hann flutti. En ég vona að ég fái að sjá Óskar oftar því hann er svo mikil dúlla!

Kveðja Birki