Æi, ég vorkenni svo litlu rófunni minni!
Hún er breima í fyrsta skiptið, kom okkur öllum á óvart því að hún er ekki orðin sex mánaða einu sinni!
En þetta fer ekkert á milli mála, hún dregur sig eftir gólfinu, mjálmar og murrar og gefur frá sér pínlítið gól af og til. Liggur á maganum með rassinn uppí loft og vaggar sér allri til og frá. Svo hef ég tekið eftir því að það kemur úr henni einhvers konar útferð, sjálfsagt einhver lostasafi, hehe… Greyið, hún á svo bágt, skilur auðvitað ekkert hvað er að og horfir á mig svo hjálparvana og lítil í sér eitthvað.
Ég ætla að láta taka hana úr sambandi við fyrsta tækifæri, veit einhver hvort ég má láta gera það strax? Mér finnst hún enn svo lítil. Hún er jú eiginlega kettlingur ennþá, rétt rúmlega hálfnuð með vöxtinn og svoleiðis. Er óhætt að gera þessa aðgerð á þeim svona ungum?