kettirnir mínir
hæhæ ég er hér til að segja ykkur svolítið um kettina mína.Ég á sjálf ketti sem heita Katla sem er 2ja ára og Embla sem er 1s árs og fæddist hún nóttina eftir turnadaginn í rúminu mínu .Ég vaknaði klukkan sex og þá voru þrír litlir sætir kettlingar í rúminu mínu sem Hekla systir Kötlu fæddi en systa mín sem býr nú í vik á hana nú ásamt einum kettlingi.Ég var nærri búin að leggjast ofan á þá en vaknaði í tæka tíð og stök fram úr rúminu vegna þess að ég hélt að þetta væru mýs, af því að mamma mín var ekki búinn að segja mér að hún væri kettlingafull.En þegar ég kveikti ljósið fannst mér þetta nú heldur of litríkar mýs til að geta verið mýs.Svo ég hljóp upp til mömmu að Hekla væri með kettlinga eða eitthvað , þá kom mamma niður og setti þá í kassa sem var tilbúinn með teppum og öllu því að hún hafði ætlast til að Hekla mindi gjóta í hann.Ég var svo spennt að segja brósa þetta að ég gat ekki sofnað aftur og fór að lesa , en vakti bróðir minn svefnburkuna kl. 7 og sagði honum frá þessu. En hér endar þessi grein bless bless.