Ég og kærastinn minn eigum saman tvo ketti Mikka (blandaður skógarköttur) og Figo (hreinræktaður öskutunnubrandur). þegar ég flutti inn til kærastans míns þá var Figo (sem kom með mér) 2 ára en vanur öðrum kisum og Mikki 1 árs ekkki vanur öðrum kisum. Hann var fúll í smá tíma en núna eru þeir bestu vinin. Figo er allveg típískur heimilisköttur, hann á mig, ég á ekki hann það má ekki klappa honum nema hann komi til þín og það má ekki halda á honum. Hann er mjög stoltur köttur, borðar bara þurrmat, vill ekkert annað. Mikki hinsvegar er mesta krútt sem ég hef kynnst ef maður sest einhverstaðar þá er hann kominn malandi í fangið á manni. og hann borðar bókstaflega allt, ekki að maður sé að gefa honum allt sem manni dettur í hug en hann hefur komist í hitt og þetta sem mér datt ekki í hug að nokkrum ketti ditti í hug að smakka t.d. Snakk, franskar (með koktailsósu),lasagna, skúffuköku, kleinur, hvítlauksbrauð o.m.fl. Svo er hann svo ósáttur við þurrmatinn sem hann fær að borða að hann þefar af honum snýr sér svo við og reynir að grafa yfir hann. Annars dýrka ég báðar kisurnar okkar og finst þeir vera allger krútt