Ég hringdi bæði á bæjarskrifstofurnar og lögregluna í dag og spurði hvort þessi maður sem er að veiða kettina væri ekki bara með skotgleði fyrst hann væri farinn að skjóta í gegnum hurðar og að heimiliskettir væru týndir eða dánir af hans völdum. En, þeir vildu meina að fréttamennskan í kringum þetta væri svolítið röff. Maður veit aldrei neitt fyrir víst. Mér finnst samt að tala veiddra katta sé rosaleg í þessum litla bæ. Það þýðir að læður eru að gjóta og gjóta af því að fólk geldir þær ekki, né högnana. Ég benti þeim á að það þarf að taka á þessu máli allt öðrum tökum, þetta er lítill bær og ætti að vera auðvelt að skylda fólk til að skrá, gelda og merkja kettina sína, til að stemma stigu við þessu.