Hafið þið heyrt talað um hvít tígrisdýr? Ef svo er hafið þið séð myndir af þeim? Þau eru (að mínu mati) fallegustu dýr í heiminum. hérna atla ég að skrifa smá umfjöllun um hvít tígrisdýr því fólk veit oftast ekki svo mikið um þau…
Margir halda að hvít tígrisdýr séu albinóar, en það er ekki rétt. Liturinn er afleiðing af stökkbreytum genum sem dýr bera í sér. Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og nú til dags lifa mest öll í dýragörðum. T.d. lifa 30-90 í Bandaríkjunum. Hvítu tígrisdýrin tilheyra deilitegundinni Bengal tígrisdýrinu sem lifir á Indalandi, í Nepal og Bhutan.
Tígrisdýr veiða ekki í hópum og vilja helst vera út af fyrir sig. Þau geta étið um 20 kíló af kjöti í einu en þurfa ekki að éta í nokkra daga eftir það.
Hvít tígrisdýr eru aðalega veidd á norður hluta Indlands en árið 1907-1930 voru veidd alls 17 hvít tígrisdýr.