Þegar ég fékk mér hann Jakob Jakobínuson var dýralæknirinn rosa feginn þegar ég sagði að hann yrði inniköttur. Hann sagði það mun betra fyrir köttinn. Kisi var rosa agressívur og alltaf á fleygiferð. Svo flutti ég og fór að hleypa honum út og viti menn…hann gjörbreyttist og varð meira kelinn og miklu rólegri. Hann elskaði að vera úti.
Nú spyr ég, er það rétt að það sé betra að loka ketti inni? Reyndar væri minn enn á lífi ef ég hefði haldið honum inni (það var keyrt á hann fyrir nokkrum dögum og hann dó), en hann virtist bara svo miklu hamingjusamari þegar hann komst út. Þetta kemur ekkert geldingu við, hann var geldur þegar hann var inniköttur.