fjórlitir kettir??
Þannig er að ég var að hugsa um að fá mér kött og fór með tveimur vinkonum mínum að skoða tvo kettlinga.Annar var svartur og hvítur högni og voða sætur(eins og allir kettlingar nottla..) en ég varð strax ástfangin af hinum sem var læða, mjög sérstök, grá,brún, hvít og appelsínugul bröndótt einhvern veginn. Ég hef aldrei séð jafn fallegan kettling en svo fórum við og vinkona mín sem hefur átt marga ketti og pabbi hennar hefur aðstoðað dýralækni og þau vita geggjað mikið um ketti, sagði að ég ætti alls ekki að taka læðuna því að langflestir kettir sem væru komnir upp í fjóra liti eða fleiri yrðu mjög grimmir og hún hefði þurft að lóga sínum af því að hún varð rosalega grimm og hún vissi um fullt af svona grimmum fjór-fimmlitum köttum. En ég vil samt fá öruggar heimildir, er þetta örugglega satt??