Ég hef verið að skoða þetta áhugamál af og til seinustu mánuði og uppá síðkastið hef ég tekið eftir leiðinlegum breytingum sem eru farnar að gera vart við sig.Einhverra hluta vegna eru nokkuð margir einstaklingar, ekki neinn ógurlegur fjöldi en nokkrir samt, farnir að taka það að sér að svara þeim sem eru að koma með greinar og svona skemmtilegar litlar lýsingar á köttunum sínum eða sögur um þá með skítkasti og háði. Mér finnst það óþolandi að fólk geti ekki fengið að vera á þessu áhugamáli í friði fyrir fólki sem hefur alltof mikinn frítíma og kýs að eyða honum í að koma með heimskulegar og niðurdrepandi athugasemdir við það sem fólk er í mesta bróðerni að koma á framfæri hérna. Mér persónulega finnst gaman að lesa um kisur sem aðrir eiga og uppátækin og ævintýrin sem verða til í kringum þær en samt eru ennþá til einhverjir svona ofvaxnir smákrakkar sem þurfa að vera með skíta athugasemdir og það getur orðið til þess að einstaklingar vilja ekki vera að standa í því að deila með okkur hinum skemmtilegum hversdagslýsingum af lífi katta við hinar ýmsu aðstæður. Þegar maður svo les það sem þessi aumu smámenni hafa verið að æla útúr samskroppna heilanum á sér þá er þetta þannig útlítandi hjá þeim eins og einhver hafi sett lyklaborðið inní rassgatið á þeim og látið þau pikka á það með ristlinum því ekkert af þessum vesalingum kann að stafsetja eða einu sinni að orða suma hluti á skiljanlegan hátt. Ég vona að þessir svokölluðu einstaklingar fari að finna sér eitthvað annað að gera og leyfi okkur kattavinunum að hafa frið til að vera svoldið væminn og innileg saman um kettina okkar.
Endilega haldið svo áfram að senda inn greinar um kisurnar ykkar og líf þeirra :)