Pillan?
Eftir 5-6vikur eignast ég tvo kettlinga, högna og læðu, ég held ég ætli að gelda högnann en mig langar kannski að leyfa læðunni að eignast allavega einu sinni kettlinga, þannig að mig langar ekki að taka hana úr sambandi alveg strax, var að spá í að láta hana á pilluna en svo las ég á huga pillan væri krabbameinsvaldandi.. er eitthvað til í því? Afsakið fáfræðina en eru til margar pillutegundir fyrir ketti(eins og hjá mönnum)? Eða er kannski til einhver önnur leið?