Málið er að við fjölskyldan vorum að fá okkur kött fyrir stuttu eftir langa umhugsun, við erum rosalega ánægð með að hafa stigið skrefið og gætum ekki verið ánægðari EN nú er ég að fara að vinna allan daginn og ég er hrædd um að kisa eigi eftir að hundleiðast hér heima allan daginn þannig að við höfum verið að spá í að fá okkur annan kött þannig að þá hafa þeir félagsskap af hvorum öðrum.
Við fengum kisuna í Kattholti og þar mæltu þær með því að hafa 2 kisur því það væri æðislegt fyrir þær að hafa félaga.
Mig langar rosalega að heyra frá ykkur sem að hafið reynslu hvernig hún er.
Kisan okkar er bara 4 mánaða og nýkomin á heimilið þannig að hún er ekki búin að eigna sér heimilið alveg og við getum fengið aðra á sama aldri (4 mánaða) núna strax ef við viljum.
Endilega segið ykkar skoðun á þessu.