Ég var að skoða heimasíðuna hjá Fife og fór inn í diary og rakst þá á þetta:
2003 November/Novembre
1 and 2. Copenhagen WORLDSHOW DK FELIS DANICA
Hefur einhver farið á svona sýningar? Það hlýtur að vera ótrúlega skemmtilegt.. ég frétti að síðast voru um 1300 kisur sem tóku þátt!
Ég hef mikið gaman af sýningunum/keppnunum sem hafa farið fram hér í reiðhöll Fák og tók þátt í síðustu sýningu. Heimsýningin hlýtur að vera algjör paradís fyrir sjúka kisuáhugamenn :0) Einnig gæti maður komið sér upp samböndum til þess að flytja inn ketti, bæði til ræktunar og sem gæludýr.
Nú langar mig að spurja: Hafið þið reynslu af þessum sýningum? Er kannski einhver hópur sem ætlar saman og langar að bæta við manneskjum?
Það væri nú gaman að fjölmenna og gera eitthvað skemmtilegt saman og kynnast í leiðinni?!?
kv, skott.