Fressinn minn fór að heiman og ég er að velta ýmsu fyrir mér. Hann var bara búinn að vera hjá okkur í einn mánuð. Er það nógu langur tími til þess að honum finnist hann eiga heima hjá okkur? Ég sá hann síðast snemma á þriðjudaginn en seinna um daginn fann vinkona mín kanínu og kom með hana heim til mín. Kanínan var hjá mér í tvær nætur. Getur verið að Pési (kisinn minn) vilji ekki koma heim þess vegna? Í húsinu okkar eru margir kettir, í annari íbúð. Frekur fress, læða og margir stálpaðir kettlingar. Þau koma öll mikið inn. Ég saknans Pésa svo mikið að ég knúsa þau og ein læða hagar sér eins og hún eigi heima hjá okkur. Getur verið að Pési sé móðgaður og vilji ekki lengur búa hjá okkur? Er eitthvað sem ég get gert til að Pési komi heim. Ég er búin að leita úti og hengja upp auglýsingar, kalla á hann og svoleiðis. Pési er ekki geldur og hann er orðinn nokkuð stór svo kannski vill hann bara vera úti að elta læður en ætti hann samt ekki að koma inn að borða?