Búið að hjálpa lítili kisu en vantar meiri ráð samt
Hæ hæ…langaði bara að segja ykkur að honum Gosa litla sem var ofsa máttlaus og ég skildi ekkert af hverju vældi og vældi um að komast út er farið að batna. Það kom í ljós að bæði hann og bróðir hans eru með kattainflúensu og þeir eru komnir á pensilín og fengu sterasprautur. Gosi og Pjakkur komu reyndar báðir úr kattholti og dýralæknirinn sagði að sér þætti mjög einkennilegt ef að það væru ekki allir kettir þar bólusettir fyrir inflúensu en það svosem skiptir ekki máli því þeir verða orðnir fullfrískir eftir helgina vonandi. Ég pantaði handa þeim allskonar leikföng og dóterí á dyralif.is síðunni og það virkaði fínt, ég bý útá landi og það tók samt bara einn dag að fá þetta í póstkröfu og var alls ekki dýrt að mér fannst. Mig vantar samt ennþá smá ráð og langaði að athuga hvort einhver væri aflögufær með góðar ábendingar því ég hef ennþá áhyggjur af honum Gosa. Gosi litli er nefnilega alveg svakalega hvumpinn og bregður við minnsta tilefni, honum bregður meira að segja þegar ég rúlla til hans litlum gúmmíbolta og hann hleypur bara í burtu og felur sig. Hann er búinn að vera hjá okkur í 2 vikur og hann hefur verið svona alveg síðan hann veiktist greyið. Svo sækir hann líka óskaplega mikið í að væla við útidyrahurðina og í öllum gluggum. Hann hefur fengið að fara út og eitt skiptið tók hann sig til og stökk útum glugga sem er þó í talsverðri hæð (um 3 1/2 meter) en hann skilaði sér eftir klukkutíma eftir mikla leit og mikill köll. Ég hef lesið að margir hérna tala um útiketti og inniketti og mér finnst mjög líklegt að Gosi verði útiköttur og ekkert að því þar sem við búum úti á landi í litlu þorpi og enginn vandræði með það þegar hann verður heisluhraustur. Pjakkur er hinn vegar kelirófa og vill leika sér með okkur, Gosi hins vegar lítur ekki við neinum leiktilraunum og fælist flestar okkar tilraunir til að nálgast hann. Það er sagt að maður viti náttúrulega ekki hverju þeir hafa lent í áður en þeir komu í kattholt en mig vantar samt að vita hvort það eru fleiri sem hafa tekið að sér svona ketti með svona óráðna fortíð sem hegða sér svipað og hann Gosi litli og gætu gefið mér ábendingar um það hvernig ég get fengið hann til að líða betur og vera svoldið bjartari og hafa gaman af því að vera kisi og að leika sér og verða lifandi. Hann á þó vonandi eftir að líta bjartari augum á tilveruna þegar hann hressist af flensunni og fær að fara út að prakkarast…hlakka til að heyra svörin ykkar og hafið það gott.