Nú vantar mig smá ráðleggingar. Ég er með tvo ketti sem gera ekki annað en að hvæsa og urra á hvorn annan þegar þeir hittast. Högninn hefur verið hjá mér í tæp tvö ár og læðan í tvo daga. Er eitthvað sem ég get gert til að fá þau til að umbera hvort annað eða verð ég bara að bíða eftir því að þau venjist þessu? Hvað getur það tekið langan tíma? Ég hef aldrei séð Gabríel ráðast á annan kött en hann virðist vera frekar pirraður við veru læðunnar og hún er svo miklu minni en hann - bara kettlingur. Einhver hérna sem kannast við þessar aðstæður?<br><br>—————–
*Evil things have plans. They have things to do!*
——————