Jamm, kannst mjög vel við þetta.
Hafðu engar áhyggjur af þessu. Amk ekki strax!
Við fengum okkur annan kött fyrir rúmlega ári síðan og áttum þá ársgamla læðu fyrir. Sú var nú ekki ánægð!
Mikið urr og hvæs, feit skott og kryppur.
Þetta gekk svona fyrir sig í tvær vikur en þá virtust þær hafa sæst hvor við aðra.
Kettirnir mínir eru ekki vinir, þeir meira svona umbera hvorn annan, en sambúðin gengur yfirleitt ágætlega.
Ég hef heyrt að tvær vikur séu mjög dæmigerður aðlögunartími.<br><br><a href="
http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a