Vanalega finnst mér asnalegt að senda inn greinar um ketti útaf að næstum það eina sem þeir gera er að éta og sofa en þetta er öðruvísi.
Alltaf á morgnanna fer ég með köttinn minn út og sækji hann ekki fyrr en um kvöldið þegar hann kemur hlaupandi. Einn eitt sinn gerði kötturinn minn svolítið ótrúlegt en þetta er engin haugalygi þetta gerðist. Nefnilega stundum þegar við förum í bílinn kemur hann eitthvað hlaupandi, stundum tökum við hann með en stundum ekki. En eitt sinn þegar móðir mín var að keyra eitthvað með mann vinkonu sinnar, voru þau svolítið undrandi þegar þau voru að keyra hvað allir horfðu undrandi á þau, þau stoppuðu við bensínstöð og maður sem var að vinna þarna bendi og spurði er þetta kötturinn ykkar? Þá hafði kötturinn minn verið allan tímann uppá þakinu á bílnum. Alveg frá Grafarvognum uppað bensínstöðinni hjá Glæsibæ. hehe
————–