Ég er að skrifa þetta afþví að ég var að enda við að horfa á köttinn minn slást.
Ég heyrði eitthvað mjálm og fót út að gá hvort það væri Gotti (kötturinn minn). Þegar ég prófaði að kalla á hann kom annar köttur hlaupandi. Ég ætlaði þá að fara aftur inn þar sem ég sá ekki minn kött en þá stökk hann undan tré og á hinn köttinn og þeir rúlluðu eitthvað. Svo héldu þeir sig í fjarlægð og settu upp rosa kryppu. Ég hræddi hinn köttinn burt þar sem ég sá að hann var jafnþrjóskur og Gotti og tók Gotta inn. hann varð alveg rosalega fúll og vildi komast aftur út en ég vildi ekki að hann færi að slást aftur svo núna er ég með hann í fanginu.
En er eðlilegt að geldur köttur fari að slást svona eða passa að enginn fari á sitt “yfirráðasvæði”?? Eða að merkja sér hluti (sá hann einu sinni gera það)??
P.s. Myndin er af Gotta(uppi) og hinum kettinum (niðri)