Sófus litli síamsköttur hefur ákveðna rútínu heima hjá sér. Hann labbar stundum sömu hringina heima. Hann byrjar á því að fara þannig hring að hann labbar bakvið sófann og fer svo uppí glugga sem mætir hlið sófans og svo uppí sófann og í fangið á þeim sem er annaðhvort í mjúkri peysu eða hefur teppi yfir sér og sofnar þar. En hann byrjar ekki á því að labba strax til þeirra sem hefur þessi gæði, heldur er hinum megin á endanum þar sem viðkomandi er hinum megin við hringinn og mætir svo mjúka staðnum…semsagt grasið er alltaf grænna hinum megin. Hann byrjar á röngunni og sér að það er betra á hinum enda stofunnar. Veit ekki hvort þið skiljið þetta nákvæmlega en svona fer hann að hehe.