ég og kærastan mín erum með kött sem er tæplega eins árs og heitir Púki…
hann fór út á fimmtudagsmorguninn kl 8 og er ekki enn kominn heim :( … síðasta sunnudagskvöld (þ.e. fyrir viku) komu 2 kettir sem bróðir kærustunnar minnar á í pössun og lyndir þeim vel saman en okkur grunar að hann Púki sé í fýlu..
kettirnir tveir sem eru í pössun eru annars vegar 3 ára og hins vegar 6-7 ára og veiktist sá eldri og þurftum við að gefa honum sýklalyf til að taka sýkingu úr hálsinum á honum. Það þýddi að við vorum alltaf að klappa honum og gefa honum skinku til að blekkja ofan í hann töflurnar sínar…
er eitthvað til í því að kettir fari í burtu í einhvern tíma vegna þess að þeir eru afbrýðissamir eða vegna aðstæðna sem breytast á heimilinu ??
og svo.. hvað hafa kettirnir ykkar verið lengst úti í einu?