Ég á yndislega dúllu sem er að verða 12 vikna. Hún er nú bara blendingur, en alveg svakalega mikið loðin. Mér dettur helst í hug, og hefur verið sagt af kunnáttufólki að hún sé mjög líklega persablönduð.
Allavega hef ég aldrei átt svona mikið loðinn kött áður og ég var að pæla í því að með tíð og tíma þarf ég sennilega að baða hana reglulega. En ef ég byrja ekki á því fyrr en seint og um síðir er ég hrædd um að hún flippi yfir og byrji að hata mig fyrir að vera að gusa á hana vatni. Þannig að mér datt í hug að það væri gáfulegt að byrja að venja hana á þetta snemma.

Hafið þið einhverjar meiningar um það? Þið ykkar sem eigið persa (eða kisur með persalegan feld), hvernig hafið þið hagað þessu, og hvers konar sjampó er best að nota?
Ég vil náttúrulega gera þessa reynslu hennar sem áfallaminnsta.
Kisuknús!