Mér hefur nú þótt allar mínar kisur “ofvirkar” á vissu stigi. Ég held að það sé alveg eðlilegt að kettlingar hamist um og fríki svolítið út inn á milli. Enda steinsofna þeir stundum upp úr þurru, úrvinda eftir hamaganginn. Margir kettlingar eru sérstaklega slæmir á kvöldin, það hafa mínir allavega alltaf verið. Og varðandi það að bíta og klóra þá er það alveg normalt líka, held ég. Þetta er leikur í þeim, og að vissu marki þjálfun fyrir fullorðinsárin þegar þeir fara að veiða og stundum slást. Ég myndi allavega hafa áhyggjur ef kettlingarnir mínir bitu alls ekkert eða klóruðu í mann af og til.
Þeir venjast af þessu nógu snemma, svo þangað til hef ég alltaf leikið við þá með þykkan þvottapoka um höndina, þá geta þeir bitið og hamast að vild án þess að maður meiði sig of mikið.
Aftur á móti, ef kettlingurinn er ALLTAF á fullu, eða almennt bara aggressívur við alla er möguleiki að það sé eitthvað að honum. Ef svo er ætti kannski að láta líta á hann með tilliti til efnaskipta eða hreinnar og klárrar sálfræði.
Gangi þér annars vel. :)