Fyrsta kisan komin á heimilið okkar og er búin að fá “OK” merkið hjá dýralækninum.

Hún heitir Brúska og er að verða 11 vikna. Hún er grábröndótt í hvítum “sokkum” og alveg hreint óskaplega kelin og góð. Er reyndar ekkert á því að borða þurrmatinn sinn en ég reyni að venja hana á hann smátt og smátt með að blanda honum meira og meira saman við blautmatinn.-Hún er ekki sátt eins og er!

Núna er hún búin að vera hjá okkur í tvær vikur og planið er að finna handa henni vinkonu hið fyrsta. Ég held að þar sem hún verður innikisa myndi fóstursystir gera henni gott. Ég held að það sé ágætis tími að gera þetta fljótlega, áður en hún verður allt of heimakær og fer að hafa meiningar uppi um það hver fær að vera á “hennar” heimili og hver ekki.

Mig langaði bara að deila með ykkur svolitlu af móðurstoltinu, það lá við að ég væri búin að gleyma hvað kettir auðga lífð hjá manni, en það rifjaðist allt upp fyrir mér þegar hún kom. :)