1. Ég á kött sem á við nokkur vandamál að stríða. Þetta er stutthærður köttur (ekki eins og norskir skógarkettir) en í felldinu á honum koma samt alltaf flækjur. Ég hef brugðið á það ráð að klippa þær í burtu því að hárið vex alltaf aftur. En nú er þetta farið að koma svo oft að ég veit ekki hvað ég á að gera. Það skrýtna er að flækjurnar koma alltaf á sama stað (aftast á hryggnum, fast fyrir ofan róuna). Þetta lýsir sér eins og síróp eða eitthvað álíka hafi helst niður í felldinn. Hvað á ég að gera?
2. Alltaf þegar ég er að klappa kettinum mínum þá fer hann að nudda sér utan í eitthvað (mann sjálfan, rúmið sitt eða vegg). Ég hélt að hann væri að klóra sér og væri því með maura í eyrunum. Þannig að ég fór að keypti dropa en hann hættir þessu ekki. Er þetta eðlilegt atferli hjá köttum að nudda sér upp við eitthvað þegar þeim er klappað? Ég sé hann aldrei gera þetta öðruvísi.
3 Kötturinn minn er með HRÆÐILEGT ofnæmi fyrir ólum. Þetta kann að hljóma undarlega en hárið er allt dottið af þar sem ólin liggur. Ólin er hvorki of þykk né of föst. Ég er bæði búin að prófa ólar úr leðri og bómul. Kannist þið við þetta vandmál?