Væl!
Hæhæ, vantar smá álit. Ég var að fá mér ósköp sætan kisustrák í dag. Hann er rauðbröndóttur og bara mesta krútt sem ég hef lengi séð. En nóg um það. Nú er málið það að hann grætur bara og grætur, volar á mömmu sína og það er svo lítið sem ég get gert fyrir hann. :( Ég er ekki vön þessu, þar sem þeir 3 kettlingar sem ég hef áður tekið að mér hafa verið þöglir sem gröfin og bara sæst við nýja heimilið sitt á no time. Er þetta alveg normalt að ykkar mati? Hann er 9 og 1/2 vikna gamall og þegar ég sótti hann sagði fólkið mér að mamman væri farin að hrinda þeim frá sér, og reiknaði þannig með að þeir væru fullfærir um að fara að heiman. Getur verið að ég hafi tekið hann of snemma eða er þetta bara væluskjóða? Og eins ef þið hafið einhver ráð til að láta honum líða eitthvað betur.