Ég á (systir mín) eins og hálfs árs högna, hann er ógeldur. Síðastliðið ár hefur hann alltaf verið að strjúka og seinast hvarf hann í 4 mánuði! Ég sótti hann og hann lítur út eins og villiköttur, útklóraður eftir slagsmál. Hann grenjar og vælir allan daginn, ég veit ekkert hvað hann vill en hann er ennþá mjög kelinn og blíður, ef ég hleypi honum út, þá strýkur hann en hann er einmitt læstur inni núna. Ég á tvö aðra ketti, þeir eru ekki sáttir.
Hvað á ég að gera við Presley, er nóg að gelda hann, hættir hann þá að haga sér svona? Á hann einhvern séns eða á hann að fara til himna?
Hjálpið mér, ég er í algerum vandræðum… allar ábendingar vel þegnar!