Þeir hafa kannski týnst og verið leitað að þeim en ekki fundist aftur og eigandinn álitið að hann hafi lent undir bíl eða eitthvað. Kötturinn gæti verið lengi á útigangi áður en einhver tekur eftir honum og kemur honum í athvarfið.
Það þykir heldur ekkert illt mál hérna úti að fara með köttinn í athvarfið frekar en að finna sjálfur heimili vegna þess að athvörfin eru góð og þau eiga líka auðveldara með að finna heimili fyrir dýrin. Þau auglýsa í blöðum, hafa vefi þar sem hægt er að skoða myndir af dýrunum og koma líka í sjónvarpið reglulega með nokkur dýr með sér. Margt fólk fær öll sín dýr úr athvörfum. Svo getur náttúrulega legið á, t.d. ef einhver á heimilinu fær allt í einu alvarlegt ofnæmi fyrir kettinum eða ef eigandinn lendir á spítala eða deyr og enginn getur hugsað um köttinn.