Oki.. ég var einu sinni að hjálpa vinkonu minni að passa þrjá stráka, sá elsti var held ég nýbyrjaður í skóla. Þessi fjölskylda átti kött, og á hann líkast til ennþá, og strákunum fannst voðalega vænt um hann. Kannski einum of, því þeir kreistu hann oft að sér og reyndu að lyfta honum upp, annað hvort með því að vefja höndunum um líkaman eða toga í lappirnar á honum. Það sem mér fannst samt ömurlegast hjá þeim var að þeir tróðu honum stundum í haldapoka, svona eins og hagkaupspoka eða nettópoka. Og þetta fannst þeim gaman! Síðan tók ég eftir því að þeir fóru mjög oft í feluleik þar sem þeir leituðu að kettinum. Kannski einhver vísbending þar? Ég vildi ekki skamma þá of harkalega þannig að ég sagði þeim bara að Kisi (kötturinn hét það) þætti þetta ekkert gott. Þetta var náttúrulega fáránlegt að þeir skyldu láta svona en það sem gerði þetta verra var að hvorki foreldranrir né vinkona mín gerðu neitt í því!
Ég er á móti dýraofbeldi en mér finnst ekki að það eigi að refsa þeim sem beita dýrum ofbeldi með dauðarefsingu.
Kv. lundi86