Eg var að heyra að samkvæmt dýraverndunarlögum væri bannað að klippa klær á köttum. Jafnvel bara mesta broddinn framanaf )eins og maður hefur alltaf gert bara þegar klærnar eru orðnar of beittar). Eg var líka að heyra það að kartöflur væru vondar fyrir ketti. Er eitthvað til í þessu eða er þetta bara della? Kv Cat Lady<br><br>Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Hmmm…þið þurfið bara að kanna hvort þetta er satt, mér finnst sjálfri afar ólíklegt að þetta sé bannað. Aftur á móti á ekki að klippa klær á útiköttum en stundum er það nauðsynlegt á inniköttum.
Með kartöflur hef ég ekki heyrt, hundurinn minn étur alla kartöfluafganga sem falla til á þessu heimili.
Þvílíkt rugl að það geti verið bannað að klippa á þeim klærnar. Hins vegar held ég að það sé ábyggilega bannað að láta taka af þeim klærnar. Þetta er algengt í Bandaríkjunum og þá er farið með köttinn til dýralæknis og teknar alveg klærnar og saumað fyrir sárin og fólk gerir þetta sem vill ekki að kettirnir þeirra klóri húsgögnin. Hins vegar sem betur fer er fólk að verða upplýstara um þetta og margir dýralæknar vilja ekki gera þetta.
Já það er rétt hjá þér lhg að “declawing” er alveg stranglega bannað hér á landi og þetta er sífellt sjaldnar gert í BNA þar sem fólk verður upplýstara. Alveg er ég viss um að þetta sé það sem hún meinar.
þetta með kartöflurnar hef ég ekki heyrt um en ég veit allavega að ég átti einusinni kanínur sem komust í karteflupoka þar sem kartöflurnar voru byrjaðar að spíra smá og þær steindrápust… þannig aðég efast um að kartöflur með spírum séu hollar fyrir ketti..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..