Er einhver sem veit hvernig maður getur fengið köttinn ofan af því að pissa á gólfið?
Högninn okkar er rúmlega árs gamall. Hann lengi ógeldur (fór seint að breima) en byrjaði þá að pissa í anddyrrið. Við geldum hann og lengi vel var allt í lagi.
SVo tók hann upp á því að pissa í blaðakörfuna í anddyrrinu. Við losuðum okkur við hana. Einhver tími leið. Þá fór hann einfaldlega að pissa alltaf á sama staðinn þar niðri. Við höfum nuddað trýninu upp úr og skammað hann, prófað að þrífa með ediki og látið það vera (húsið angaði í nokkra daga), látið matarsóda liggja á, erum með pipar núna…
Hvað á ég að gera? Af hverju gerir hann þetta?

Auðvitað er kassinn ekki alltaf tandurhreinn og ég veit að þeir fara að gera þarfir sínar annars staðar ef hann er óhreinn en ég hef ekki séð fylgni milli hreinleika sandsins og þess að hann pissi þarna niðri.

Þetta gengur auðvitað ekki til lengdar og ég þigg alla hjálp, sama hversu fáránleg hún er!

Takk takk!
Kisa.
<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a