Ég hef verið að velta því fyrir mér að mörgum finnst hundar vera gáfaðari en kettir. En er hægt að segja það, þar sem hundar verða að hafa foringja og hlýða manninum til þess að sleikja hann upp? Kettir hinsvegar þurfa engann foringja og hlýða ekki skipunum nema að þeir fái verðlaun fyrir. Ég á t.d. kött sem getur ekki verið án mín en það eina sem hann hlýðir er að fara niður af borðinu ef hann er skammaður sem er bara sjálfsagður hlutur. Mér finnst kettir vera nokkuð gáfaðari á einn hátt en hundar á annan. Er hægt að finna út hver sé gáfaðari?
Skellu