Hvernig í ósköpunum fóruð þið að því að koma í veg fyrir að kötturinn ykkar noti sófana og önnur húsgögn sem eitthvað til að brýna klærnar? Ég er með klórubretti, og það tvö - einn staur ofan á kassa (einhvers konar bast eða a.m.k. virðist hafa komið af plöntu), og annað sem er bretti með einhvers konar filtefni. Nema hvað, litla villidýrið notar hvorugt, en vill ekkert nema sófana. Ég er ekki beint á því að leyfa henni að gera þetta, þar sem ég vil ekki að húsgögnin skemmist, en hvað sem ég hef reynt, þá er það ekki að bera árangur - og hún er búin að vera hérna síðan snemma í júlí, og er að verða ársgömul. Hún hættir jú oftast ef ég horfi á hana og skamma, en ég vil ekki þurfa að vera stöðugt að fylgjast með því sem hún er að gera. Ég vil líka geta leyft henni að vera inni í stofu þegar ég er í skólanum eða vinnunni eða úti af öðrum ástæðum, án þess að hún fari að klóra út um allt.
Er hægt að venja ketti alveg af þessum ósið, eða á hún eftir að halda þessu áfram það sem eftir er? Ef það er hægt, hvernig fer maður þá að því?<br><br>„Chi non può quel che vuol, quel che può voglia“
All we need is just a little patience.