Ágætu Hugarar!
Nú bið ég ykkur um ráð!
Ég á litla fimm mánaða læðu sem er alveg ólm í það að komast út.
Og ekki bara ólm, heldur alveg snaróð! Nú hefur hún tvisvar sloppið út, en það var fyrir tveimur mánuðum og ég er innilega farin að vona að þessi reynsla sé farin að gleymast.
Hún hangir á dyralúgunni og gólar út, og er bara ekki að sætta sig við innilífið. Svo eru endalaus slagsmál þegar ég er að fara í vinnuna. Enda oftast nær að múta henni með blautmat og taka svo sprettin út!
Ástæðan fyrir því að ég vil ekki að hún sé að fara út er sú að ég bý rétt við Hlemm og umferðin er ógurleg stundum.
En elsku Hugarar er það þolinmæðin sem þrautir vinnur allar, eða á ég bara að sætta mig við nöldrið í henni (og mitt feita samviskubit þegar ég fer í vinnuna, þó hún verði ein í mesta lagi fjóra tíma).
Hver er ykkar reynsla?