Einn morguninn kemur hún niður og þá er læðan komin upp á hilluna, orðin rennblaut og fiskaskálin aðeins hálffull af vatni! Fiskurinn var enn á lífi en allur krafsaður á hliðunum. Hann þoldi greinilega ekki þessa slæmu lífsreynslu og dó tveim dögum síðar…
Frænka gafst ekki upp og fjölskyldan keypti nýjan fisk, stóran og flottan með bylgjóttan sporð. Þau lokuðu hann inni í einu herberginu til að koma í veg fyrir að hann hlyti sömu örlög og fyrri fiskurinn. Hurðin að herberginu var samt biluð þannig að það þurfti að nota sokk til að klemma hana aftur. Kisurnar létu þetta ekki hindra sig, heldur treystu á samvinnuna. Högninn einfaldlega togaði sokkinn burt og ýtti hurðinni svo dyrnar opnuðust. Svo fór hann bara að sofa, en læðan fór að “bjóða fiskinn velkominn”.
Daginn eftir þegar frænka kom inn í herbergi, var fiskaskálin tóm, kisan malandi og hausinn af fisknum á gólfinu, ekkert annað. jaaaaaakkkkkk.
Nú er frænka mín búin að gefast upp á að eiga fisk, en er að pæla í að fá sér hamstur eða páfagauk……… eða neiannars :)
Sjálf held ég að þegar maður á kött, þýði ekki að eiga annað gæludýr sem er minna en kötturinn sjálfur. Annars verður það bara étið eða a.m.k. lagt í einelti….
Langaði bara að deila þessari sögu með ykkur<br><br>®Refur98
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil