Ég hef gert þetta nokkrum sinnum….og ef kötturinn er læða á þeim eftir að koma verr saman en ef þetta er fress.
Læður eru miklu ágengari með að hafa sín svæði í friði en fressar eru yfirleitt miklu opnari fyrir að hleypa öðrum köttum inn á sín svæði.
Ef þetta á að virka þarftu að vera mikið með þeim báðum og leyfa þeim að kynnast í rólegheitunum.
Yfirleitt virkar þetta án slagsmála en ef kötturinn þinn er mjög aggressívur myndi ég ekki láta þá vera eina saman á meðan þú ert ekki heima. Þá er gott að loka annan inni á meðan.
Gangi þér vel :)
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.