Hæ öll, mig langar til að bera undir ykkur vandamál sem við erum að kljást við. Þannig er að kötturinn okkar er búinn að vera með niðurgang síðan á föstudaginn, þá komumst við að því að hann var með spólorma og settum hann á viðeigandi lyf. Síðan þá hefur hann á hverri einustu nóttu gert stykkin sín í kassann sinn, en ekki hitt nógu vel, þannig að kassinn hans og gólfið og veggirnir í kringum hann eru útbíaðir og þetta er nánast í fljótandi formi! Verulega ógeðslegt! Hvað er til ráða? Getið þið kæru Hugar gefið okkur einhver ráð, því þetta getur ekki gengið svona áfram.
Kveðja,
Fjara