Elsku litli 6 mánaða kisinn minn er sí ælandi. Hann er inniköttur svo að hann er ekki með orma eða neitt slík. Hann ælir ekki á hverjum degi en það líða aldrei margir dagar á milli. Ég gef honum að mestu þurrfóður og hef prufað ýmsar tegundir af mat svo að það er ekki matarræðið. Ég hugsa að ég þurfi að kýkja með hann til læknis en áður ætlaði ég að athuga hvort að einhver af ykkur gæti ráðlagt mér einhvað svo að hann Óliver litli hætti þessum uppköstum. Ég get samt ekki séð á honum að honum líði einhvað illa eða sé illt í maganum þegar hann er í þessum ham.

með fyrirfram þökk,
Drifa og auðvitað Óliver.