Kötturinn minn er 3 ára læða sem heitir Steinfríður.
Við eigum hima í stóru einbýlishúsi með virkilega stórri lóð.
Ef maður fer í göngutúr um lóðina getur maður séð á víð og dreif litla fugla líkama og hausin sem hún er búin að bíta af einhvers staðar í námund við fuglinn. Aldrei finnur maður heilan dauðan fugl eftir hana, en eftir að hún er búin að bíta aðf þeim hausin er ekkert gaman af þeim. Fyrir jólin 2001 fékk hún sér rjúpu.
Eitt sinn reyndi hún að veiða sér gæs, þegar það gekk ekki upp reyndi hún að fljúga á eftir þeim með því að baða sitt í hvora áttina út löppunum. Eitt sinn veiddi hún gæsar unga. Og fyrir nokkru ætlaði hún að hoppa út um gluggan á eftir hrafni en ég og amma mín náðum að grípa í hana og vorum illa útleiknar eftir það.
Þetta eru nokkrar sögur af brjálaða kettinum mínum henni Steinku.